Sigrún H. Pálsdóttir leiðir lista Íbúahreyfingarinnar

1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir,  verkefnisstjóri og leiðsögumaður.

1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ býður fram öðru sinni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sigrún H. Pálsdóttir verkefnisstjóri leiðir listann og tekur hún við keflinu af Jóni Jósef Bjarnasyni upplýsingatækniráðgjafa sem nú skipar annað sætið. Í heiðurssæti er Ingimar Sveinsson fyrrverandi bóndi og kennari í hestafræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Íbúahreyfingin náði þeim glæsta árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn.
Á kjörtímabilinu hefur Íbúahreyfingin unnið að lýðræðisvæðingu og gegnsæi í stjórnsýslunni og sinnt mikilvægu aðhaldshlutverki minnihlutavalds. Þar er enn verk að vinna og Sigrún hefur á kjörtímabilinu vakið athygli fyrir ötult starf í þágu umhverfismála og lýðræðislegra vinnubragða í stjórnsýslu og nefndarstarfi.
Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila.
Uppbygging skólamannvirkja er þó stóra kosningamálið og mun Íbúahreyfingin leggja því lið eins og öðrum samfélagslega mikilvægum verkefnum.

Fullskipaður listi íbúahreyfingarinnar:

1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður
2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf.
3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari
4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi
5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður
6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur
7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður
8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari
9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur
10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari
11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari
12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður
13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra
14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari
15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur
16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona
17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir
18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum

Pin It on Pinterest

Share This