Í grein Kristínar I. Pálsdóttur, ,,Áskorun til sveitarstjórnarfólks í Mosfellsbæ” sem birt var á Smugunni þann 24.5.2010 segir m.a.:

,,Ein af niðurstöðum Rannsóknarskýrslu Alþingis er að spilling sé mun víðtækari en áður hefur verið viðurkennt á Íslandi. Skýrsluhöfundar benda á að sterkasta vopn atvinnulífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn sé í gegnum fjárveitingar til flokka og einstaklinga innan stjórnmálaflokkanna. Skýrslan fjallar hins vegar ekki sérstaklega um sveitarstjórnarstigið enda ekki viðfangsefni hennar. Hins vegar er ljóst að sveitarstjórnarstigið er mjög viðkvæmt fyrir spillingu og hagsmunatengslum.

Það hlýtur því að vera eðlileg krafa kjósenda nú fyrir kosningar að sveitarstjórnarmenn skili hreinskilnu uppgjöri á hagsmunatengslum sínum. Þetta á ekki síst við í þeim sveitarfélögum sem fóru offari í uppbyggingu hverfa sem nú standa sem hálfkláraðir minnisvarðar um oflæti góðærisins svokallaða.”

Af þessu tilefni vill Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ upplýsa að framboðið er rekið fyrir eigin reikning frambjóðenda og aðstandenda og mun bókhald framboðsins verða gert opinbert um leið og það liggur fyrir, lögum samkvæmt.  Nú þegar 4 dagar eru til kosninga er heildarkostnaður framboðsins innan við kr. 100.000,-

Eins vilja frambjóðendur Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ koma eftirfarandi hagsmunaskráningu á framfæri.

Jón Jósef Bjarnason
Launað starf:  Ráðgjafi hjá IT ráðgjöf ehf.
Stjórnarseta:  Sæti í stjórn IT ráðgjafar ehf.
Hlutabréfaeign:  50% hlutafjár í IT ráðgjöf
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Engar

Þórður Björn Sigurðsson
Launað starf:  Störf fyrir Hreyfinguna á Alþingi
Stjórnarseta:  Sæti í varastjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Hlutabréfaeign:  Engin
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Engar

Birta Jóhannesdóttir
Launað starf:  Klínískur Tannsmiður
Stjórnarseta:  Í varastjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal
Hlutabréfaeign:  Engin
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Engar

Hildur Margrétardóttir
Launað starf:  Kennari, Reykjavíkurborg
Stjórnarseta:  Sæti í stjórn Álafossbrekkunnar ehf.
Hlutabréfaeign:  Hlutur í Álafossbrekkunni ehf.
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Engar

Guðlaugur Hrafn Ólafsson
Launað starf:  Öryggisvörður á Alþingi
Stjórnarseta:  Engin
Hlutabréfaeign:  Engin
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Engar

Soffía Alice Sigurðardóttir
Launað starf:  Leiðsögumaður
Stjórnarseta:  Engin
Hlutabréfaeign:  Ekkert
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Sumarbústaður
Annað:  Ekkert

Guðbjörg Pétursdóttir
Launað starf:  Hjúkrunarstjóri á Reykjalundi
Stjórnarseta:  Sæti í stjórn fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga.
Hlutabréfaeign:  Engin
Eignir aðrar en íbúðarhúsnæði:  Engar
Annað:  Ekkert

Pin It on Pinterest

Share This