Kæri íbúi, á laugardaginn hefur þú val, þú getur kosið Íbúahreyfinguna í Mosfellsbæ og tekið í taumana á alræði fjórflokksins sem á ekki erindi í bæjarmálin.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritsjóri Morgunblaðsins er í uppgjöri við fortíðina og byrjar bók sína svo: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Það er okkar, íbúanna í Mosfellsbæ að koma í veg fyrir að sérhagsmunagæsla fái þrifist í bænum okkar. Íbúahreyfingin mun berjast fyrir gegnsæi og að vald bæjarbúa komi fram í beinu íbúalýðræði.

Íbúahreyfingin vill slíta pólitísk tengsl bæjarstjóra og bæjarstjórnarfulltrúa með ráðningu bæjarstjóra og skipa í nefndir á faglegum forsendum.

Tími aðhalds er framundan, tryggjum að sérhagsmunir hafi ekki áhrif á forgangsröðunina.

Nýtt Ísland hefst í heimabyggð, xM

Jón Jósef Bjarnason

Pin It on Pinterest

Share This